2.10.2008 | 20:43
Stefnir í stóru stundina.
Komið þið öll sæl. Nú styttist óðfluga í hittinginn og árgangsmótið. Ótrúlegt en satt mér finnst það hafa verið bara í gær sem nefndin tók til starfa en það var víst í vor. Ég vona að allir komi með góða skapið og get glatt ykkur með því að þáttakan er heldur að glæðast. Þetta stefnir í að vera ágætt og ekki eins fámennt og horfur voru á um tíma. Að gamni langar mig til að benda ykkur á bloggið hennar Guðríðar Haralds sem ætlar að vera veislustjóri hjá okkur. Þar er ein færsla um árganginn alveg hreint yndislega fyndin og í hennar anda. Þar er líka ein mynd af bekknum hennar í bóhöllinni að lesa upp ljóðið Illur lækur eftir Jónas Hallgrímsson tekin á árshátíð skólans þegar hún var í sjö ára bekk. Og ef mig misminnir ekki þá byrjar þetta ágæta ljóð á orðunum : Nú fór illa móðir mín , mér var það samt ekki að kenna, sástu litla lækinn renna og svo framv. ( sem þýðir ég man ekki mikið meira af ljóðinu !! það er aldurinn) Við í nefndinni ætlum að hittast annað kvöld fara yfir dagskrána svona til öryggis. Annars ætlum við að reyna að vera ekki mjög formleg og hafa þetta allt á léttu nótunum, skemmta okkur sjálfum og vonandi ykkur í leiðinni. Hlakka til að hitta ykkur, kveðja frá nefndinni. Gauja
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.