Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu. Athugasemdir þeirra birtast strax og ekki þarf að staðfesta uppgefið netfang.

Gestir:

Hver er hvað?

Er ég voðalega treg eða bara gömul ...??!? Það var virkilega gaman að sjá myndirnar af mótinu en ég verð að viðurkenna að ég þekkti ekki alla sem voru þarna. Getur einhver hjálpað mér og sett texta / skýringar á myndirnar? Vill þó segja að ég þekkti bekkjarfélagana mína: Gulla, Heiðar, Hlín, Guðlaugu, Gunnhildi, Siggu (ekki strax!) Öllu (dökkhærð?),Svanborgu ....

Margrét Þóra Jónsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 8. okt. 2008

Sumir eldast hraðar en aðrir.

Það sem mér kemur mest á óvart við lestur þess sem hefur verið skrifað er að við þurfum kannski að hafa nafnspjöld svo við þekkjumst. Var það ekki á blogginu þínu Gaua. Sumir eru það heppnir að það er ekki til mynd af þeim frá yngri árum svo samanburðurinn verður enginn. Af mér er það að frétta að ég er hvorki orðinn afi, né kominn með mismunandi útfærslu á hárgreiðslu, þ.e. greitt frá hlið og yfir eða aftan frá og fram. Það er fallegt að sjá bréfið frá þér Steini. Er það virkilega þannig að þú ert í vafa í hverju þú átt að fara. Fer aldurinn svona illa með okkur karlanna. Ég veit að þetta hefur alltaf verið vandamál hjá konum, en þær meiga eiga það að þær eru alltaf jafn fallegar. Þú ert elstur af okkur, fæddur 1. jan. er það ekki og þannig að þú ættir að vera okkur til fyrirmyndar. Ég held að það sé best að þú mætir í engu, þannig hefur þú ekkert að fela. Kær kveðja, Guðni Örn.

Guðni Örn Jónsson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 23. sept. 2008

Frábært !!

Hæ!! Mér hlínaði um hjartaræturnar þegar ég fékk bréf frá Íslandi,en ekki frá skattinum þar.Ég hefði svo mikið geta komið en ég var í heimsókn fyrir 3 vikum og hitti litlu afastelpuna sem er bara 3ggja samt að verða jafnstór mér(sem er kanski mikið),fór hringveginn með samferðafólk mitt sem heillaðist af landi og þjóð(gleiptu allt sem ég sagði sem heilagann sannleika ,sem er mjög gott) enn flugið er nú ekki gefið þessa dagana svo ég segi pass. Ég bý í Usa og er þessa dagana að krúsa um öll héruð á truck alveg frá kanada til mexikó Steini,þú ferð í Kirkjuskrúðann. Kær kveðja Gauijóns á Suðurgötunni

Guðjón Jónsson (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 20. sept. 2008

Kveðja frá Noregi

Mikið var gaman að fá bréf frá ykkur og enn skemmtilegra hefði verið að hitta ykkur í október, en vegna vinnu get ég ekki komið í þetta sinnið. Ég hitti Jón Allans í kaupfélaginu í Borgarnesi í sumar og minntist hann á væntalegan samfagnað..... og var ég farin að hlakka mikið til; ákveðin í að mæta á staðinn. 13 ár síðan síðast. Þrettán ár síðan ég flutti til Noregs!! Það hefði nú verið gaman að sjá ykkur núna, flest öll fimmtug, .... og ef þið eruð eins og Jón A. og Sigga Guðmunds (sem ég sá í maí í vor) þá hefði verið ansi auðvelt að þekkja ykkur aftur, því þessi tvö litu yngri út núna en þau gerðu í 1995! Af mér er allt gott að frétta. Er rektor í Skien í Norge, dóttirn býr í Osló og á hún tvær yndislegar dætur! Sem sagt: Magga Þóra er orðin "mormor"! Ég sendi mínar bestu kveðjur til ykkar allra og skemmtið ykkur nú vel á Skaganum!

Margrét Þóra Jónsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 15. sept. 2008

Bara gaman..........

Hlakka til að hitta ykkur öll og vonandi koma sem flestir, þetta verður bara skemmtilegt. Steini þú ferð bara í fötum :) Kveðja Þórunn Ásg.

Þórunn Ásgeirsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 10. sept. 2008

Gott framtak

Lýst vel á,veit bara ekki í hverju ég á að fara. Kv Aðalsteinn

Aðalsteinn Aðalsteinsson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 5. sept. 2008

Kveðja frá faðmi fjalla blárra.......

Sæl öll. Svo virðist sem engin þori að skrifa hér þannig að ég tek það þá að mér. Líst vel á hafa árgangsmót á þessum tímamótum og vonandi verður vel mætt. Kveðja Gunni Sig.

Gunni Sig (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 4. sept. 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband